StebbiVignir

Stefán og för hans um heiminn

2.12.04

Amazon er hættulegt fyrirbrygði.
Ótrúlegt en satt en einhver tölva á Bretandseyjum veit hreinlega að ég er tölvunörd sem á í mestu vandræðum með að nálgast kvennfólk.

Það er kominn einhver svona fítus þarna sem heitir „Stefán's Store“ og sýnir ekkert nema tölvunördabækur og sjálfshjálparbækur fyrir einmanna karlmenn.

Persónunjósnir....

26.11.04

Í fyrradag stóð Ingunn dönskukennari upp og hreinlega opnaði sig upp á gátt.

Ég komst sem sagt að því að hún hafði verið að hún ynni hjá utanríkisráðuneytinu við að kenna sendiráðsstarfsmönnum íslensku á meðan hún er ekki að leysa Gyðu af. Merkilegir hlutir sem maður kemst að á því að sitja stilltur og prúður í tíma og hlusta á kennarann sinn tala.

Svo fór hún í ræðugírinn og baðst afsökunar á því hvað hún væri „leiðinleg“ og „hafði ekki tekist nógu vel upp með að kenna okkur Dönsku síðustu önnina“ og svo viðurkenndi hún að hún hefði nú frekar oft farið yfir strikið og æst sig yfir smámunum.

Síðan fór hún að tala um það að hún var stundum hrædd við það að fara í vinnuna á morgnanna því það væri stundum ekki tekið sérstaklega vel á móti henni en það er svosem skiljanlegt þar sem hún var ekki alveg með Íslenskuna á hreinu greyið.

Og jújú. Hún er nú ekki alveg besti kennari í heimi en hún viðurkennir a.m.k. það að hún hafi nú vissa ókosti.

En ég hef næstum alltaf verið með einhverja fóbíu fyrir dönskukennurum, sérstaklega í grunnskóla enda voru þessir „sérhæfðu“ dönskukennarar þar ekki einu sinni með kennsluréttindi, hvað þá hæfileikann til að kenna nokkurn skapaðan hlut eða þá að kenna kolröngum aldurshópi og þarf af leiðandi oftast nýddir niður í svaðið og hrökkluðust þ.a.l. frá kennslu.

Í gær fór ég með stóra harða diskinn minn upp eftir til hans Ómars í Tölvuþjónustunni.
Hann fékk hland fyrir hjartað og drapst með smellum og látum, helvítið af honum. Western Digital ruslahrúga og viðursyggð.
En hann var með öllu því sem ég var búinn að vinna að og hala niður síðasta rúmlega árið.

Forritunarkóði; bæði að nffa.is og öðrum verkefnum og þ.a.l. allt sem var á vefþjóninum mínum, tónlistarsafnið mitt, kvikmyndir, anime og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég var nú með eitthvað af þessu á vísum stað á litlu sætu makkafartölvunni minni, a.m.k. brot af því mikilvægasta en eitthvað hvarf nú þegar þessir bölvuðu smellir komu og fíni diskurinn minn hreinlega lét lífið.

En ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er sú að i Tölvuþjónustunni var mér sagt mennirnir í Tæknivali skoðuðu efnið á hörðu diskunum í leit að stolnum hugbúnaði og væntanlega einhverju öðru smálegu.
Ókei, og ef diskurinn væri með „kóperuðu forriti“ þá félli ábyrgðin úr gildi, takk fyrir.

Ekki skemmist harði diskurinn af því að sækja sér forrit sem maður hefur lítið sem ekkert að gera við og nota í eitthvað smá skóladúllerí, þannig að ég sé voða litla ástæðu fyrir ábyrgðina að renna úr gildi.

Meiga þeir virkilega skima eftir svona hlutum?
Er það ekki mitt mál hvað ég geymi á harða diskinum mínum, sama þó það sé vinnan mín (ýmiskonar trúnaðarmál þar á meðal), forrit sem ég „rændi“ einhverstaðar með býfrænnum hætti, klámið mitt ef ég er ekki búinn að eyða því öllu, smá vottur af tónlist eða eitthvað annað sem ég hef „stolið“ á Netinu.

Og er það ekki brot á persónuverndarlögum ef þeir skoða gögn á diskunum sem þeir fá senda?
Ég yrði amk ekkert hrifinn ef einhver nörri frá Tæknivali kæmi í heimsókn og færi að tékka hvort þetta MultiSim 2002 apparat sem ég væri að nota væri nokkuð kóperað vegna þess að ábyrgðin rennur úr gildi.
Þetta er svona svipað og að segja að nefið á manni lengist og að maður fengi svartan blett á tunguna ef manni svo mikið sem dettur í hug að nota hugbúnað sem ég er ekki búinn að kaupa.

Mér er nóg boðið og Persónuvernd fær annað hvort símtal eða tölvupóst frá mér um þetta.
Ætli maður sendi ekki Netfrelsi.is þetta líka, bara svona til að láta fólk vita að þessir mannfjandar eru að skoða gögn sem þeir meiga ekki sjá?

Höfundarréttarhryllingurinn er a.m.k. orðinn aðeins of svakalegur og það er sko ekki bara Maggi Kjartans sem mætti berja á með risastórum clue-stick.

17.11.04

Núna er ég að horfa á sunnudagsþáttinn þar sem ég er að sjá umsjónarmenn Kastljóssins og Íslands í dag vera að réttlæta eigin dólgshátt og dónaskap gagnvart greyið Þórólfi frá því um daginn.

„Mín skoðun skiptir ekki máli [bla bla bla úgglí úgglí jara jara]“ -Heimska ljóskan úr Íslandi í dag.
Já ókei. Þó hún skipti ekki máli þá kom hún samt fram.

Djöfulsins endemis kjaftæði er þetta í þessu pakki.
Hlutleysi er eitt af því sem á að einkenna fjölmiðla og þá sérstaklega ríkisfjölmiðil eins og RÚV en nei... Setningar eins og „Þú áttir að segja af þér“ og “ef þú fattaðir ekki að þetta var ólöglegt, þá ertu blindur!“ eru a.m.k. ekki tákn hlutleysis.

Ég held ég horfi bara á Sunnudagsþáttinn eftirleiðis.
Þeir fara a.m.k. ekki í felur með að þeir séu ekki hlutlausir.

Í dag var ég að baka skúffuköku.
Ekki í tilefni Dags íslenskrar tungu, heldur vegna þess að rafeindalampinn á 100 ára afmæli.
Það kalla ég sko ærið tilefni.

Eftir tvær bónusferðir og mikið sull setti ég síðan deigið í formið. Það var reyndar svoldið þykkt en hverjum er ekki sama.
Svo fór ég að hafa áhyggjur af því að það væri frekar lítið af deigi komið í formið og það væri eitthvað svo þykkt og dökkt.

Kom þá ekki móðir mín eins og riddari á hvítum hesti og spurði hvort ég væri að gera skúffukex.

Ekki sagðist ég vera að því en uppgvötaði það svo með hjálp mömmu gömlu að ég gleymdi að setja kvartkíló af linu smjörlíki í degið.

Þá varð uppi fótur og fit og okkur tókst að bjara deiginu frá glötun ofnskúffunar, löguðum það til og úr varð þessi fína skúffukaka.

Í dag skilaði ég þessu fína dösnkuverkefni en við áttum að skrifa um hvað við gerðum um helgina.
Eins og ég lifi nú fjölbreittu partílífí ákvað ég að skrifa heiðarlega og góða ritgerð um athafnir mínar síðustu helgi.

„Hvad jeg lavede om weekenden
Om weekenden lukkede jeg mig ind i mit værelse og spillede et gammelt computerspil. Det var en av de meste anti socialiske weekend jeg har livet i en lang tid.
Jeg vente i byen om fredags aften men min veninde og drak øl og røgte en cigaret med hende og gik hjem og spillede mit computerspil.
Min veninde ringede til mig igen og spurgte om hvad jeg skal gøre om lørdags aften men jeg sagde „ Jeg spiller et computerspil og skal ikke gå i byen I aften. Vi gik i byen i går aften“.
Hun var meget sur.“

Held ég búi mér til stuttermabol með eftirfarandi texta:
„Varúð. Of mikil umgengni gæti valdið ógleði og syfju. Geymist þar sem börn ná ekki til.“

25.6.04

Að svindla á almenningssamgöngukerfinu í Mílanó.

Ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég kemst á milli staða hér í borginni er fyrir tilstuðlan þessa ágætis almenningssamgöngukerfi og að ég svindla á því eins og sönnum svindlara er lagið, annars hefði ég ekki efni á að vera hérna.

Það er mjög einfalt að svindla, sérstaklega út af því að þeir sem nota almenningsamgöngur nota annað hvort þar til gerða miða sem þeir stimpla sjálfir eða passa með mynd sem þeir sýna, þ.e.a.s. ef þeir lenda í því að þurfa að sýna þá því eftirlitið er lítið sem ekkert.

Það eru tvær megintegundir á miðum sem eru notaðir. Miðar sem gilda aðra leið og miðar sem eru notaðir sem passar og gilda í 24 klst (minn dugar samt í meira en viku í einu).

Strætó og sporvagnar
Það er mjög einfalt að svindla á strætó hérna. Maður einfandlega gengur inn í strætóinn eða sporvagninn og sleppir því að stimpla miðann sinn.
Síðan er maður oftast látinn í friði en þó eru menn sem hafa eftirlit með þess öðru hvoru og þá aðeins milli kl. 9 og 16 á virkum dögum.

Neðanjarðarlest
Neðanjarðarlestin er aðeins flóknari og maður þarf að fara mjög varlega í það að svindla, maður þarf einnig að muna sérstaklega að láta ekki grunsamlega þar sem maður gæti mögulega fangað athygli eftirlitsmannana sem gætu komið og "tékkað".

Önnur aðferðin er að kaupa 24 klst miða sem kostar um 6 evrur.
Hann er síðan stimplaður í þar til gerðri maskínu á lestarstöðinni, í strætó eða í sporvagninum.
Þessi miði er síðan sýndur verðinum sem situr á lestarstöðinni og á að hafa eftirlit með því að miðinn sé í gildi.
Þegar miðinn er fallinn úr gildi er hægt að veifa honum snöggt (þó ekki of snöggt) til að vörðurinn sjái ekki dagsetninguna sem er stimpluð á miðann. Síðan er bara gengið að lestinni.
Passið líka að miðinn sé ekki illa farinn. Það er best að geyma hann í veskinu svo hann líti út eins og nýr í hvert skipti sem hann er sýndur.

Þessi aðferð gæti samt sem áður valdið því að vörðurinn taki eftir því að þú sért að svindla og skammar þig. Þá er um að gera að svara á íslensku og segjast ekki skilja það sem hann segir, þykjast sjá rosalega eftir þessu, kaupa annan miða, halda svo áfram og sleppa því að svindla næstu daga eða þá skipta um aðferð og/eða lestarstöð.

Hin aðferðin, aðferðin sem ég nota oftast felst að kaupa miða aðra leiðina í sjálfsala á lestarstöðinni. Hann kostar aðeins 1?.
Það er aðeins ætlast til þess að hann sé notaður einu sinni en hann er samt hægt að stimpla mörgum sinnum í vélinni á lestarstöðinni án þess að nokkur taki eftir.
Miðinn hefur 4 hliðar sem hægt er að stimpla mörgum sinnum þó það sé aðeins ætlast til að ein hlið sé notuð og það í aðeins eitt skipti.
Aðal trixið er að passa sig að vörðurinn standi einhverstaðar langt í burtu eða sé einfandlega ekki á staðnum.
Svo er líka kostur að getað stimplað hann í þeirri vél sem er lengst frá aðstöðunni sem vörðurinn notar undir sína starfsemi.

Einnig er sniðugt að skipta um lestarstöð og strætóstopp reglulega ef hægt er svo starfsmenn almenningssamgöngufyrirtækisins ATM fari nú ekki að þekkja mann í sjón.

Munið bara að hegða ykkur ekki grunsamlega á meðan þið gerið þetta.
Svona er hægt að spara stórfé sem hægt er að nota í aðra gagnlegri og gáfulegri hluti en samgöngur ef farið er rétt að.

24.6.04

Margir hafa eflaust beðið spenntir eftir nýrri heimskusögu og hér kemur sú næsta í röðinni en hún gerðist reyndar aðeins tveim dögum eftir síðustu heimskusögu.

Heimskusaga
Einu sinni var Stebbi að skreppa út í búð í hádeginu.
Stebbi keypti sér epli og kók og einhvern skrýtin ávöxt sem var um að gera að skoða nánar.
Þegar Stebbi var á leiðinni aftur á skrifstofuna reyndi hann að fara sömu leið til baka sem var jú algjör vitleysa þannig að hann gerði tilraun til að snúa við svo hann kæmist í vinnuna á réttum tíma.

Stebbi var eftir smá tíma á hjólinnu úti á miðri götu að reina að snúa við og leit til beggja hliða eins og hann hélt hann hafði lært í umferðarskólanum 14 árum áður.
Stebbi heyrði bíl flauta til hægri við sig og leit til hægri.
Enginn bíll.
Stebbi heyðri árekstrarhljóð til vinstri.
Þar var þessi nýi Ford Focus búinn að klessa snyrtilega á steinsúlu á gangstéttarkantinum.
Það var honum að kenna að því hann stóð úti á miðri götu eins og bjáni.

Stebbi sá einhvern kall sem var að reina að tala við hann en Stebbi skyldi ekki kallinn og sagði "eh... do you speak english?"
Já kallinn talaði smá ensku og sagði honum að hann hafði skemmt bílaleigubílinn sem hann var búinn að leigja fyrir stóra fyrirtækið sem hann vann hjá og að hann væri allt of seinn og við það að sálast úr stressi.
Stebbi lofaði að hafa samband við kallinn út af tryggingunum.

Eftir miklar samræður og vesen snéri Stebbi til baka í sjokki og villtist svo rækilega að hann var kominn lengst austur í burskann en hann komst ekki í vinnuna sína fyrr en klukkan fjögur, sveittur og stressaður.

Fólkið í vinnunni hafði haft rosalegar áhyggjur og spurði hvort eitthvað hefði komið fyrr og eftir smá útskýringar fékk hann svarið "don't contact him, it's the italian way".

Stefán var... well... hamingjusamur það sem eftir var...

19.6.04

Það er virkilega áhugavert að umgangast kolruglað fólk á hverjum degi, sérstaklega guðhrætt ofsatrúarfólk eins og votta Jehóva.

Í gær, þann 18. átti Erika afmæli. Ég var víst búinn að gleyma því að hún væri vottur og óskaði henni til hamingju með daginn.
Tók hún þá eitt af sínum klikkköstum og spurði hver í andskotanum hefði sagt mér frá afmælisdeginum sínum og að hún fagnar ekki svona hlutum en greyið hún var víst búin að segja mér það fyrir ca. 3 vikum síðan.

Já , Erika er ekki eins og fólk er flest.

Um daginn var hún búin að hengja upp fullt af miðum um allt hús sem innihéldu texta eins og "Please DON'T PUT ANYTHING HERE! thank you" eins og hún væri að réttlæta hástafina með því að skrifa "please" og "thank you", bara svona uppá kurteysina því annað er jú að sjálfsögðu dónaskapur.

Og svo á tveimur miðum inni í eldhúsi blasti við nákvæm dagskrá (skrifuð með hástöfum) yfir það hver átti að gera hvaða húsverk á hvaða degi. T.d. er þvottadagur þrisvar í viku og í þessari viku sé ég um að hreinsa salernið og fara út með ruslið.
Ég sé ekkert að því að allir eigi að hjálpast að við húsverkin en þetta er nú bara fullkmikið af því "góða".

Þó ég beri virðingu fyrir flestum trúar og þjóðfélagshópum þá er vist mín hérna á Ítalíu búin að gera útslagið fyrir votta Jehóva.

8.6.04

hér ætti að vera mynd af hamingjusömum stebba.
Hér byrtist fyrsta mynd af mér á Ítalíu en á henni er ég í grunsamlega miklu hamgingukasti á Idroscala rétt áður en ég lét næstum lífið úr sólsting.
Njótið.

Ég komst að því í gær að ég er verktaki.
Sem þýðir það að ef ég set í túrbógírinn ætti ég að getað klárað þetta eftir smá tíma og fengið allar 1400 evrurnar mínar undireins.